Smiðjan
  námskeið
dagskrá
/verðskrá

Systkinasmiðjan er fyrir krakka á aldrinum 8 - 14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir.
Á námskeiðunum er börnum skipt í hópa eftir aldri. Í hverjum hópi eru 6 - 10 börn með tveimur til þremur leiðbeinendum.Upplýsingar um námskeiðin og skráning undir HAFA SAMBAND
-------------------NÁMSKEIÐ SMIÐJUNNAR

- Námskeið Systkinasmiðjunnar eru ekki hugsuð sem meðferðarúrræði fyrir börn sem eiga í erfiðleikum heldur fyrst og fremst til að hjálpa börnum að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir.
- Námskeið Systkinasmiðjunnar eru tvíþætt, byrjendanámskeið sem er helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags og framhaldsnámskeið sem eru á laugardögum (sjá nánar um tíma undir dagskrá hér til hliðar).
- Á landsbyggðinni eru einnig haldin byrjendanámskeið sem eru helgarnámskeið, þ.e. frá föstudegi til sunnudags.

Þátttaka á námskeiðum Systkinasmiðjunnar:
gefur börnum aukið sjálfstraust,
gerir þau betur í stakk búin að takast á við sterkar tilfinningar eins og reiði, vonbrigði og sektarkennd,

leiðir til þess að börnin fái aukna vitund um veikindi eða fötlun systkina sinna og þarfir,
kynnir þau fyrir öðrum börnum í svipuðum aðstæðum og þau heyra að þau eru ekki ein með upplifanir sínar,
leiðir til betri samskipta innan fjölskyldunnar og meðal vina,
gerir börnin sáttari við hlutskipti sitt.
NÁNARI LÝSING Á NÁMSKEIÐUM

Byrjendanámskeið
eru 11 klst löng, standa yfir eina helgi frá föstudegi til sunnudags. Í upphafi námskeiðs er haldinn fyrirlestur um markmið systkinasmiðjunnar fyrir foreldra þannig að þau fái innsýn inn í það sem við gerum á námskeiðinu. Á byrjendanámskeiði er áhersla lögð á að leysa ákveðin verkefni sem gerir börnin betur í stakk búin að tjá sig um systkini sitt og líðan sína þannig að þau séu sátt við hlutskipti sitt.

Framhaldsnámskeið
hófust í október 2001. Þau eru ætluð öllum sem hafa verið á byrjendanámskeiði systkinasmiðjunnar. Einn laugardag í mánuði, yfir vetrarmánuðina, er opið hús og þar gefst krökkunum tækifæri til að hittast aftur og hafa gaman. Í opnu húsi er megin áhersla lögð á hópastarf, samræðu, leiki og fleira.

Önnur námskeið
Námskeið fyrir börn og unglinga sem eiga veika eða fatlaða foreldra og foreldra með MS-sjúkdóminn, hafa verið starfrækt á vegum Systkinasmiðjunnar en eru ekki fastur liður. Einnig er fyrirhugað að bjóða upp á önnur sérhæfð námskeið.

Fræðslunámskeið
Námskeið ætluð ýmsum fagstéttum sem koma að þjónustu við fjölskyldur fatlaðra barna námskeiðin eru 2- 4 klst löng.

NÁMSKEIÐ